Gjaldhlið á salernin

Í sumar voru tekin í notkun gjaldhlið sem veita aðgang inn á salerni í upplýsingamiðstöðinni á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Það var hreppsnefndin sem ákvað í vetur að setja upp gjaldhlið, en opið er á salernin allan sólarhringinn. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er með starfsstöð í Breiðabliki og annast starfsmenn hans þrif og eftirlit. Greinilegt er að ferðamenn sem leið eiga um Breiðablik taka vel í þjónustuna því yfir 3000 manns hafa greitt síðan gjaldhliðin voru tekin í notkun 9. júlí síðastliðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir