Gestur Pétursson hverfur nú úr starfi forstjóra Elkem Ísland. Ljósm. úr safni.

Gestur úr Elkem til Veitna

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu mun það skýrast von bráðar hvenær Gestur hefur störf.

„Það er mikil tilhlökkun að tilheyra brátt öflugu teymi hjá traustu fyrirtæki með skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn um þá mikilvægu lífsgæðaþjónustu sem fyrirtækið veitir einstaklingum, fjölskyldum, fyrirtækjum og stofnunum. Orkuskiptin framundan, orkusparnaður, orkuframboð hverju sinni, hreinleiki vatnsins, gæði fráveitunnar og alls kyns áskoranir í umhverfismálum eru og verða daglegt viðfangsefni þess öfluga teymis sem starfsfólk Veitna myndar. Á sama tíma horfi ég með þakklæti til þeirrar reynslu sem starfið hjá Elkem hefur veitt mér og með söknuði til alls þess frábæra starfsfólks sem mér hefur hlotnast sá heiður að vinna með á þeim vettvangi,“ segir Gestur Pétursson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir