TF GRÓ fór í sitt fyrsta útkall um helgina

Nýjasta þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall á laugardaginn. Sótti hún þá mann sem slasast hafði á fæti á Fimmvörðuhálsi. Þyrla þessi er seinni af tveimur sem leigðar voru til landsins, en áður hafði leiguþyrlan TF-EIR komið í vetur. TF GRÓ er af gerðinni Super Puma, árgerð 2010 og er í eigu norska fyrirtækisins Ugland Holding. Þyrlan leysir af hólmi þyrluna TF-SÝN. Fyrir í þyrluflota Gæslunnar er svo TF LÍF sem kom hingað til lands 1995 en hún er í eigu Landhelgisgæslunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir