Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís og Árni Bragason landgræðslustjóri undirrituðu samstarfssamninginn fyrir helgi.

Olís kolefnisjafnar allan rekstur

Olíuverzlun Íslands hefur kolefnisjafnað allan rekstur félagsins en um er að ræða akstur, flug og dreifingu eldsneytis til viðskiptavina félagsins um allt land. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna en Olís og Landgræðslan hafa átt í samstarfi undanfarin 30 ár og undirrituðu sl. föstudag samstarfssamning til næstu fimm ára.

,,Við erum mjög ánægð með að halda áfram okkar góða samstarfi við Landgræðsluna sem hófst fyrir um 30 árum. Umhverfisstefna Olís byggir á því að tryggt sé, með hliðsjón af eðli starfsemi félagsins, að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í öllu starfi félagsins. Félagið telur nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og vill nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt og stuðla að vexti þeirra svo sem kostur er,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.  Hann segir að þótt samningurinn við Landgræðsluna sé til fimm ára þá horfi Olís lengra fram í tímann. ,,Þetta er samstarfsverkefni sem á sér rætur 30 ár aftur í tímann og ég lít svo á að við munum vinna þetta áfram með Landgræðslunni í framtíðinni.“

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir