Íslenska karlalandsliðið U20 komið í úrslit

Undir 20 ára karlalið Íslands í körfubolta tekur nú þátt í Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal. Fyrir daginn í dag hafði liðið tapað tveimur leikjum og unnið einn. Í dag mætti liðið svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Á vefnum karfan.is segir að íslenska liðið hafi sannarlega ætlað sér sigur því það hafi gjörsamlega valtaði yfir Ungverjaland. Liðið komst af stað í öðrum leikhluta og skildi Ungverja eftir í reiknum. Lokastaðan 78-41 fyrir Íslandi. Hilmar Smári Henningsson átti frábæran leik og endaði með 25 stig og 12 fráköst, Þá var nafni hans Hilmar Pétursson öflugur með 16 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Sigurinn þýddi að þrjú lið voru jöfn af stigum í 2.-4. sæti riðilsins en stærð sigursins í dag skilaði Íslandi öðru sætinu. Niðurstaðan því sú að íslenska liðið er á leið í átta liða úrslit B-deildarinnar í ár. Meðal leikmanna íslenska liðsins er Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður úr Borgarnesi.

Ísland mætir Tékklandi í átta liða úrslitum en leikurinn fer fram á morgun kl. 13:00 að íslenskum tíma. Hann verður í beinni á karfan.is

Sjá nánar á karfan.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir