Ísbúð Ömmu Gógó opnuð í Borgarnesi í ágúst

B59 Hótel í Borgarnesi stefnir að því að opna ísbúð í húsnæði sínu í næsta mánuði. Verður það í rýminu þar sem gjafavöruverslunin Fok var til skamms tíma, áður en hún flutti starfsemi sína yfir í Hyrnutorg í byrjun sumars. Nýja ísbúðin fær nafnið Ísbúð Ömmu Gógó og segir Hendrik Björn Hermannsson hótelstjóri nafnið koma úr persónulegri átt, en móðir hans er oftar en ekki kölluð Amma Gógó af barnabörnum sínum. „Ísbúðin verður í svona ömmu anda, ef svo má segja. Við ætlum að bjóða upp á vöfflur upp úr uppskrift frá ömmu og svo pönnukökur úr uppskrift frá mömmu. Við viljum skapa hlýja, skemmtilega og lifandi stemningu fyrir viðskiptavini ísbúðarinnar,“ segir Hendrik spenntur.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir