Veiðihúsið við Helgavatn. Ljósm. úr safni/mm.

Féll af hestbaki

Slys varð á sunnudaginn skammt frá Helgavatni í Borgarfirði. Maður um sextugt féll af baki þegar hestur sem hann reið fældist. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar sem mætti á vettvang og fór með manninn í veiðihús við Helgavatn. Þaðan var hann fluttur til aðhlynningar á Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi. Virðist honum ekki hafa orðið stórlega meint af byltunni, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir