Þrettán prósent þeirra sem hér býr hefur erlent ríkisfang

Alls voru 46.717 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. júlí síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 2.561 frá 1. desember 2018 eða um 5,8%. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi um 0,4%. Erlendir ríkisborgarar eru því 13% mannafla, en alls voru 360.384 búsettir í landinu 1. júlí. Flestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 19.909 og 4.388 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.

Líkar þetta

Fleiri fréttir