Hjónin Júlli Jóns og Inga Finna við einn af bílunum í flota þeirra. Ljósm. glh.

„Skemmtilegra að keyra heim og horfa á Reykjavík í baksýnisspeglinum“

Júlíus Jónsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu 8. júní í sumar en litlu mátti muna að afmælisbarnið sjálft missti af sinni eigin afmælisveislu sökum mikilla anna í vinnunni. Velta margir fyrir sér af hverju í ósköpunum ástandið hafi verið svoleiðis hjá karlinum. Það vill svo til að fyrsta júní, viku fyrir afmælið, þá tók Júlíus við rekstri Flutningastöðvar Borgarness ehf. að Engjaási 1 í Borgarnesi, sem er flutningafyrirtæki sem þjónustar fyrirtæki í Borgarnesi og Borgarfirði. Þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaunaaldurinn, þá hefur aldrei verið jafn mikið að gera hjá Júlíusi og nú, en sjálfur er hann hæstánægður með að hafa nóg að gera. Fyrir mann sem ver jafn miklum tíma undir stýri og Júlli þá reyndist erfitt að ná honum kyrrum á sama stað lengur en tíu mínútur. Það hafðist þó á endanum og blaðamaður náði í stélið á Júlla kvöld eitt í liðinni viku, en þá var hann nýkominn í Borgarnes úr Reykjavíkurferð og gaf sér tíma fyrir stutt spjall.

Sjá viðtal við Júlla Jóns í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir