Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Öll sveitarfélög á Vesturlandi auk Vegagerðar lögðu inn kæru

Frestur til að kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þann úrskurð Skipulagsstofnunar að láta væntanlega breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes fara í mat á umhverfisáhrifum, rann út á mánudaginn. Öll sveitarfélögin tíu á Vesturlandi kærðu úrskurðinn en auk þess Vegagerðin. Akraneskaupstaður var fyrstur til að tilkynna um væntanlega kæru en í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin um slíkt hið sama. Átta önnur sveitarfélög á Vesturlandi fylgdu í kjölfar Akraneskaupstaðar og vísuðu í rök Akurnesinga. Áður en fresturinn rann út 15. júlí bættist Grundarfjarðarbær svo við í hóp kærenda, en ástæða þess að ekki var samflot um kærumeðferð við önnur sveitarfélög á Vesturlandi er sú að bætt var við viðbótarrökstuðningi í kæru Grundarfjarðar. „Við ákváðum að senda okkar kæru inn sjálf en bættum við málsaðstæðum og rökstuðningi í kæru okkar,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir