Kvikmyndahátíðin IceDocs hefst í kvöld

IceDocs er ný kvikmyndahátíð sem fer fram dagana 17.-21. júlí á Akranesi. Hátíðin verður opnuð formlega í kvöld með sýningu á pólsk/íslensku myndinni In Touch. Myndin fjallar um aðflutta Pólverja á Íslandi og samskipti þeirra við ættingja þeirra heima í smábænum Stare Juchy, en þriðjungur bæjarins hefur flutt til Íslands.

Á hátíðinni verða sýndar yfir 50 heimildamynd víðsvegar að úr heiminum og er fjöldi erlendra gesta væntanlegur á Skagann að þessu tilefni.

Hátíðin stendur einnig fyrir viðamikilli barnadagsskrá sem hefst á morgun með talsettum heimildamyndum um börn fyrir börn og lýkur á laugardaginn með ratleik um bæinn og fjölskylduskemmtun á Akratorgi.

Myndir hátíðarinnar eru mjög fjölbreyttar og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Allar upplýsingar um dagskránna og miðasölu má nálgast á icedocs.is sem og í auglýsingu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjá nánar hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir