Keppt í Álmanninum í næstu viku

Keppt verður í Álmanninum svokallaða á Akranesi miðvikudaginn 24. júlí, eftir rétta viku. Álmaðurinn er óhefðbundin þríþrautarkeppni þar sem synt er, hlaupið og hjólað.

Keppnin hefst á íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka kl. 19:00. Þaðan er hjólað upp að Akrafjalli. Þegar þangað er komið hlaupa keppendur frá Akrafjallsrótum upp á Háahnúk og aftur niður. Því næst er sest aftur á hjólið og hjólað sem leið liggur á Langasand þar sem við tekur síðasti hluti þríþrautarinnar; 400 metra sjósund.

Keppt er bæði í einstaklings- og liðakeppni, en þá eru þrír í hverju liði; einn sem hjólar, einn sem hleypur og einn sem syndir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir