Störf í boði hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð

Um þessar mundir auglýsir Borgarbyggð eftir starfsfólki í nokkur störf á vegum sveitarfélagsins. Í Skessuhorni vikunnar er auglýst nýtt starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá sveitarfélaginu. Um fullt stöðugildi er að ræða, en ráðið er til eins árs í fyrstu en með möguleika á framlengingu. Starfið heyrir undir nýja atvinnu-, markaðs- og menningarnefnd.

Auk fyrrgreinds starfs er auglýst starf umsjónarmanns Hjálmakletts. Þá vantar einnig í hlutastarf í Frístund í Borgarnesi auk húsvörð við Grunnskóla Borgarfjarðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira