Nýr vegur að orlofshúsabyggðinni í Svignaskarði

Nú í vikulokin voru starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar á Akranesi að leggja lokahönd á nýjan 1,3 kílómetra afleggjara sem liggur frá þjóðvegi 1 að orlofshúsabyggðinni í Svignaskarði í Borgarfirði. Gamli vegurinn var orðinn æði bágborinn og oft ófær að vetrum og torveldaði það nýtingu húsanna. Nýi vegurinn er breiður og lagður bundnu slitlagi eins og kröfur eru gerðar um í nútíma vegagerð.

Að sögn Helga Þorsteinssonar hjá Þrótti ehf. er verkefnastaða góð hjá fyrirtækinu. Unnið hefur verið að undanförnu við lagningu nýrrar hitaveitulagnar fyrir OR norðan Akrafjalls, en næsta stóra verkefni hjá fyrirtækinu verður endurbygging og malbikun á 3,7 kílómetra vegarkafla í norðanverðum Skorradal, vegi 508 frá Vatnsendahlíð að Dagverðarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir