Borgarbyggð styður kæru Akurnesinga

Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði á fundi sínum í gærmorgun um úrskurð Skipulagsstofnunar þess efnis að breikkun vegar um Kjalarnes skuli fara í mat á umhverfisáhrifum. Eftirfarandi var bókað: „Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegaframkvæmdir á Kjalarnesi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum. Ekki er um nýtt vegstæði að ræða, heldur er að mestu leyti verið að breikka eldri veg. Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm.“

Borgarbyggð styður þannig kæru bæjarstjórnar Akraness á niðurstöðu Skipulagsstofnunar til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála.

Líkar þetta

Fleiri fréttir