Svipmynd frá Lopapeysunni 6. júlí. Ljósm. Mummi Lú.

Ætla að skerpa á undirbúningi fyrir næstu Lopapeysu

Bæjarráð Akranes fór yfir framkvæmd Írskra daga á fundi sínum í gær. Ísólfur Haraldsson, forsvarsmaður Vina hallarinnar sem heldur Lopapeysuballið á laugardagskvöldi hátíðarinnar, mætti á fundinn. „Bæjarráð vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja og taka þátt í að gera upplifun íbúa og gesta á Írskum dögum á Akranesi eins vel heppnaða og raun bar. Bæjarráð þakkar Ísólfi fyrir greinargóðar upplýsingar á fundinum og tekur undir orð hans um að skerpa þurfi á undirbúningi fyrir næsta ár svo öryggi gesta verði tryggt þegar svo mikill fjöldi kemur saman til skemmtanahalds.“

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrr í vikunni varð talsverður troðningur við miðasölu á Lopapeysuna þegar margir komu að á sama tíma. Skapaðist um tíma hættuástand. Nú er stefnt á að það endurtaki sig ekki að ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir