Núningur án stórátaka

Síðasta vika var erilsöm hjá Lögreglunni á Vesturlandi en gekk þó áfallalaust fyrir sig, að sögn Jóns S Ólasonar yfirlögregluþjóns. Mest var að gera í tengslum við bæjarhátíðina Írska daga á Akranesi en engin alvarleg mál komu þó inn á borð lögreglu um eða eftir helgina.

Að sögn Jóns var margt fólk sem mætti á Lopapeysuna og myndaðist örtröð við innganginn en það mál var leyst nokkuð farsællega að mati lögreglu, án þess að alvarleg slys yrðu. Eitthvað var um núning milli manna en engin stórvægileg mál.

Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka var einnig haldin um liðna helgi og að sögn lögreglu fór hún afskaplega friðsamlega fram. Þar var fólk almennt rólegt og ekkart alvarlegt mál hefur komið inn á borð lögreglunnar í tengslum við hátíðina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir