Ljósm. úr safni.

Færri fasteignaviðskipti

Í nýliðnum júnímánuði var 38 fasteignasamningum þinglýst á Vesturlandi. Þar af voru ellefu samningar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um eignir í sérbýli og ellefu samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.063 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28 milljónir króna.

Af þessum 38 samningum voru 15 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru sex samningar um eignir í fjölbýli, sjö samningar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 550 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,7 milljónir króna.

Nokkur samdráttur er nú í fasteignaviðskiptum víðast hvar á landinu, en á höfuðborgarsvæðinu var fjöldi samninga 21% lægri í júní en í sama mánuði í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir