2. október 2021
Smáprent á Akranesi mun opna í nýju og stærra húsnæði á morgun, fimmtudaginn 4. júlí, við Dalbraut 16. Smáprent er í eigu hjónanna Tinnu Óskar Grímarsdóttur og Axels Freyrs Gíslasonar og hefur undanfarið verið til húsa við Skagabraut 6. Hjá Smáprenti er hægt að fá prentun og merkingar á fatnað fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki auk þess sem þar er til sölu ýmiss fatnaður, leikföng og gjafavara. Smáprent verður opið alla virka daga frá klukkan 14-18 og í tilefni opnunarinnar verður boðið upp á léttar veitingar og ýmislegt skemmtilegt fyrir börnin. Þá er mikið úrval af ýmsum vörum í írsku fánalitunum sem fólk getur nælt sér í fyrir komandi helgi auk þess sem góð tilboð verða í gangi hjá Smáprenti út júlí.