Á þessu ári eru eitt hundrað ár síðan fullgilt stúkustarf frímúrara hófst hér á landi. Það gerðist þegar Jóhannesarstúkan Edda var vígð 6. janúar 1919. Hún heyrði í fyrstu undir dönsku frímúrararegluna, eða allt þar til formleg frímúrararegla var stofnuð hér á landi árið 1951. Aldarafmælis íslensks frímúrarastarfs verður minnst með ýmsum hætti á þessu ári. Meðal annars verða sérstakir afmælisfundir, kvikmynd var frumsýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu. Á Akranesi mun Sankti Jóhannesarstúkan Akur verða með opið hús að Stillholti 14 laugardaginn 6. júlí milli klukkan 14 og 17. Þangað er fólk velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veitingar og fá svör við spurningum sem hugsanlega brenna á einhverjum. Stúkufélagarnir Sæmundur Víglundsson og Eyjólfur R Stefánsson ræddu við blaðamann Skessuhorns í tilefni þessa afmælis frímúrara á Íslandi og um væntanlegt opið hús á Akranesi um næstu helgi. Sjá ítarlegt viðtal í Skessuhorni vikunnar.