2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir28.06.2019 10:27
Fylgi stjórnmálaflokka nú samkvæmt könnun Zenter. Graf: Fréttablaðið.

Talsverð hreyfing á fylgi stjórnmálaflokka

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Dagana 25.- 27. júní síðastliðna vann markaðsfyrirtækið Zenter könnun fyrir Fréttablaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt henni er talsverð hreyfing á fylgi milli flokka frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 22,6% og tapar fylgi frá síðustu könnun. Píratar mælast næststærsti stjórnmálaflokkurinn, bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13% upp í 15,2%. Miðflokkurinn mælist nú með 9,8% fylgi og bætir rúmum þremur prósentustigum við sig frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn tapar að sama skapi rúmum tveimur prósentum, mælist nú með 7,1%. Vinstri grænir eru eini flokkur ríkisstjórnarinnar sem bætir við sig fylgi milli kannana, hefur nú 13,1%. Samfylkingin mælist með 14,1% og tapar talsverðu fylgi frá síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar er 10% og breytist lítið, en fylgi Flokks fólksins er við mörk þess að fá ekki menn á þing, er 4,3%.