Dagana 25.- 27. júní síðastliðna vann markaðsfyrirtækið Zenter könnun fyrir Fréttablaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt henni er talsverð hreyfing á fylgi milli flokka frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 22,6% og tapar fylgi frá síðustu könnun. Píratar mælast næststærsti stjórnmálaflokkurinn, bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13% upp í 15,2%. Miðflokkurinn mælist nú með 9,8% fylgi og bætir rúmum þremur prósentustigum við sig frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn tapar að sama skapi rúmum tveimur prósentum, mælist nú með 7,1%. Vinstri grænir eru eini flokkur ríkisstjórnarinnar sem bætir við sig fylgi milli kannana, hefur nú 13,1%. Samfylkingin mælist með 14,1% og tapar talsverðu fylgi frá síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar er 10% og breytist lítið, en fylgi Flokks fólksins er við mörk þess að fá ekki menn á þing, er 4,3%.