2. október 2021
Hugi Garðarsson hefur á liðnum vikum verið á hringferð um landið til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Ýtir hann á undan sér hjólbörum þar sem er að finna allan hans viðlegubúnað. Á ferð sinni hyggst hann heimsækja 70 sveitarfélög og ganga samtals á fjórða þúsund kílómetra. Hugi var á ferðinni í Grundarfirði fyrir helgina þar sem Kolbrún Ingvarsdóttir ljósmyndari Skessuhorns smellti meðfylgjandi mynd. Hugi hvetur fólk til að hringja í söfnunarsíma Krabbameinsfélagsins og leggja söfnuninni lið.