Settur var upp dýragarður í Melahverfi. Ljósm. arg.

Hvalfjarðardagar í blíðskaparveðri um liðna helgi

Hvalfjarðardagar voru haldnir hátíðlegir um liðna helgi í blíðskaparveðri. Að sögn Ásu Líndal Hinriksdóttur, félagsmála- og frístundafulltrúa, var hátíðin mjög vel heppnuð og fjölmenni lagði leið sína á þá viðburði sem í boði voru. Dagskráin var fjölbreytt en mest áhersla var lögð á laugardaginn. Á föstudagskvöldinu var gestum boðið í heimsókn á Laxárbakka og var að sögn Ásu virkilega góður matur og skemmtileg stemning sem myndaðist þar. Á laugardeginum voru margir sem byrjuðu daginn á dögurði á Hótel Glym.

Sjá nánar umfjöllun í máli og myndum í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir