Forsíða Árbókarinnar að þessu sinni.

Árbók Akurnesinga að koma út

Meðal efnis í átjánda bindi Árbókar Akurnesinga eru tveir þættir sem tengjast Sementverksmiðjunni, fyrrum stærsta vinnustað á Akranesi. Garðar H. Guðjónsson rifjar upp útgáfusögu Sementspokans, sem Starfsmannafélag Sementsverksmiðjunnar gaf út, og birtar eru ljósmyndir Friðþjófs Helgasonar af yfirgefnum salarkynnum verksmiðjunnar. Í viðtali sem Anna Lára Steindal tók við Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið, Skagamann ársins 2016, segir Dýrfinna frá lífshlaupi sínu og hvernig hún festi rætur á Akranesi. Söguganga þeirra Guðbjargar Árnadóttur, Hallberu Jóhannesdóttur og Halldóru Jónsdóttur sem nefnist, „Kellingar minnast fullveldis“ sýnir hvernig sagan birtist við hvert fótmál þegar gengið er um Skagann með góðri leiðsögn. Þá rekur Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns 20 ára sögu útgáfu blaðsins í máli og myndum. Loks er ljósmyndaþáttur úr Ljósmyndasafni Akraness sem nefnist „Verslunarfólk og verslanir“.  Annálar árbókarinnar eru á sínum stað sem og æviágrip genginna Akurnesinga. Ritstjóri Árbókar Akurnesinga er Kristján Kristjánsson.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir