Benni og Sigga að njóta sólarinnar á pallinum við húsið þeirra á Gufuá. Ljósm. arg.

„Við erum orðnir rótgrónir Borgfirðingar núna“

Fyrir skömmu lá leið blaðamanns Skessuhorns að bænum Gufuá í Borgarhreppi. Bæjarhúsin eru skammt frá þjóðveginum norðan við Borgarnes. Heima fyrir er kyrrðin þó einstök og ekki sést til næstu bæja. Á jörðinni stendur eitt lítið útihús og íbúðarhús þeirra Sigríðar Ævarsdóttur og Benedikts Líndal. Áin rennur þarna skammt frá, hestarnir standa slakir í sólinni og þrír geithafrar rölta makindalega um rétt við útihúsin þegar blaðamann ber að garði. Hundarnir Moli og Hringur sjá um sitt svæði og fylgdu blaðamanni síðasta spölinn að húsinu og heilsuðu honum svo kurteisir um leið og Sigga og Benni komu út. Við setjumst niður og rætt er meðal annars um búskapinn, skógrækt, hestamennsku og hnakkaframleiðslu en auk þess um starfsemi frumkvöðlafyrirtækisins Pure Natura, sem framleiðir fæðubótarefni úr hliðarafurðum sem falla til við slátrun sauðfjár.

Sjá opnuviðtal í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir