Stýrivextir lækkaðir í 3,75%

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur og eru stýrivextir því orðnir 3,75%. Stutt er síðan peningastefnunefnd lækkaði síðast vexti, en 22. maí síðastliðinn voru stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentur. Stýrivextir hafa þannig lækkað um 0,75 prósentur frá undirritun kjarasamninga en meginmarkmið kjarasamninganna var að treysta lífskjör með hækkun launa, lækkun vaxta og aðgerðum stjórnvalda. Vaxtalækkun nú er bein afleiðing minni umsvifa í efnahagslífinu en stýrivextir hafa ekki verið undir 4% síðan árið 2011. Seðlabankinn telur að verðbólga, sem nú er 3,3%, hafi náð hámarki og eigi eftir að færast nær 2,5% verðbólgumarkmiði bankans seinna á árinu.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir