Reglugerð um kvóta á næsta fiskveiðiári

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var fyrr í sumar. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kom fram að staða þorskstofnsins er sterk og því verða aflaheimildir í þorski auknar um 3%, úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn. Aflamark í ýsu munu hins vegar dragast saman um 28%, verður 40.723 tonn, og skýrist það annars vegar af því að spá um um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir og jafnframt af breyttri aflareglu þar sem veiðihlutfall er lækkað úr 0,40 í 0,35. Aflamark í ufsa verður aukið um 2% en veiðiheimildir fyrir gullkarfa, grálúðu og síld lækka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir