Brenna nú metangasi úr safnhaugnum í Fíflholtum

Jákvætt skref var í síðustu viku stigið í umhverfismálum hjá Sorpurðun Vesturlands í Fíflholtum. Þá var formlega tekinn í notkun sérhæfður brennari sem brennir metangasi sem leitt er úr núverandi urðunarrein þar sem metangasframleiðslan er mest. Rörum er komið niður í safnhauginn og eftir þeim leitt metangas til brennslu í sérstökum brennara. Með því móti er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstaðnum, en áætlað er að það metangas sem að óbreyttu hefði farið út í andrúmsloftið mengi á við 2.500 bíla.

Blaðamaður Skessuhorn leit í síðustu viku í heimsókn í Fíflholt. Nánar verður fjallað um þá heimsókn í næsta Skessuhorni.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir