Heiðarskóli. Ljósm. úr safni.

Geta keypt tölvur við útskrift

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum breytt verklag um notkun spjaldtölva í Heiðarskóla, sem snýr að endurnýjun tækjanna. Jafnframt var samþykkt að veita skólastjóra heimild til að selja útskriftarnemum fjögurra ára gömul tæki fyrir lágmarksgjald.

Greiðslan verður innheimt af skrifstofu sveitarfélagsins og færist sem tekjur á Heiðarskóla. Þær tekjur verði nýttar til kaupa á aukabúnaði sem tengist notkun tækjanna. -kgk

Líkar þetta

Fleiri fréttir