Í heimsókn á Hjúkrunarheimilinu á Fellsenda

Hjúkrunarheimilið Fellsenda í Dölum er heimili fyrir geðfatlaða og þar búa nú 26 einstaklingar frá 50 ára aldri. Heimilið var upphaflega byggt til minningar um hjón sem bjuggu á Fellsenda. Þau eignuðust þrjú börn, tvær dætur og einn son. Dæturnar tvær menntuðu sig báðar í hannyrðum en létust úr spænsku veikinni, ókvæntar og barnlausar. Sonur hjónanna fór til Bretlands þar sem hann menntaði sig og vann áður en hann flutti aftur til Íslands og starfaði þá í Landsbankanum. Hann var eini erfingi foreldra sinni, ókvæntur og barnlaus sjálfur. Hann stofnaði í Landsbankanum sjóð til minningar um foreldra sína og þegar nægt fjármagn hafði safnast í sjóðinn vildi hann að reist yrði hjúkrunarheimili á jörðinni Fellsenda fyrir aldraða íbúa í Suður-Dölum í Dalasýslu. Árið 1968 var heimilið stofnað. Í október árið 2006 var svo tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði á Fellsenda með 28 eins manns herbergjum.

Blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn á Fellsenda fyrir skömmu þar sem Jóna Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri á Fellsenda, bauð upp á kaffi og við settumst niður á skrifstofunni og ræddum um starfsemina á heimilinu. Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir