Varúð í ljósi sögunnar

Umfangsmestu sinu- og gróðureldar í sögunni urðu á Mýrum í lok mars og byrjun apríl 2006 þegar um 70 hektarar lands brunnu. Í ljósi þess að nú er búið að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna þurrka á öllu Vesturlandi, er rétt að rifja það upp að Mýraeldarnir 2006 urðu vegna þess að sígarettu var kastað út um glugga á bíl sem ekið var um Snæfellsnesveg í Hraunhreppi á Mýrum. Kveiktu stubbur þessi eld í sinu og lauk ekki slökkvistarfi fyrr en þremur sólarhringum síðar. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim stað sem eldarnir hófust vorið 2006 og markar rauði hringurinn staðinn þar sem stubbnum var kastgað. Förum varlega!

Líkar þetta

Fleiri fréttir