Hér notast Magnús við hamar sem er verkfæri til að stilla píanó. Ljósm. glh.

„Þarf að stilla tíu þúsund píanó til að teljast góður“

Borgnesingurinn Magnús Daníel Budai Einarsson hóf nám við North Bennet Street School í Boston í Bandaríkjunum síðasta haust þar sem hann lærði listina að stilla píanó og flygla. Nú er Magnús staddur heima á Íslandi og ætlar að nýta sumarfríið sitt til þess að safna peningum fyrir næstu önn og starfar sem umsjónarmaður tjaldsvæðis í Borgarnesi og á Varmalandi í Borgarfirði. Á milli þess sem hann vaktar tjaldsvæðin þá reynir Magnús eftir bestu getu að fá verkefni við að stilla píanó og ná sér þannig í frekari reynslu í starfinu. „Það sagði einhver að maður þyrfti að vera búinn að stilla 10.000 píanó til þess að mega kalla sig góðan píanóstillara. Ég hef stillt um það bil 30,“ svarar Magnús og hlær.

Sjá nánar viðtal við Magnús Daníel í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir