Samþykktu breytingu á lögum um helgidagafrið

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigríðar Á. Andersen alþingismanns og fv. dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um helgidagafrið. Var það samþykkt með 44 atkvæðum en níu þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpnu. Það kveður á um að felld verði niður ákvæði í lögum um helgidagafrið sem banna tiltekna þjónustu, skemmtanir og afþreyingu á tilgreindum helgidögum þjóðkirkjunnar, en áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu, krikjulegar athafnir eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.

Samkvæmt 1. grein frumvarpsins eru skilgreindir frídagar nú: Sunnudagar, nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar dagur hvítasunnu, aðfangadagur jóla frá kl. 13, jóladagur, annar dagur jóla, gamlársdagur frá kl. 13, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní.

Líkar þetta

Fleiri fréttir