Niðurrif hófst í gær. Ljósm. Sólrún Lind Egilsdóttir.

Gamli leikfimisalurinn horfinn af sjónarsviðinu

Gamli leikfimisalurinn við Grunnskóla Borgarness hefur nú verið rifinn. Ráðist var í niðurrif á þeim hluta skólahúsanna í gær, þriðjudag, og er verkefnið hluti breytingum eldra húsnæðis, viðbyggingu og lóðarframkvæmdum. Nokkrir Borgnesingar fylgdust með niðurrifinu í gær og bærðust blendnar tilfinningar í hugum sumra að sjá gamla leikfimisalinn hverfa af sjónarsviðinu. Með niðurrifinu opnast skólalóðin betur og verður til pláss fyrir nýja starfsemi. Yngri kynslóðin af þeim nemendum sem hafa gengið í grunnskólann kannast betur við þennan hluta sem smíðastofuna en nú verða allar list- og verkgreinar á sama stað í vesturenda hússins þegar framkvæmdum þar verður lokið síðar á árinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir