Áframhaldandi veðurblíða í kortunum

Í dag er spáð hægu veðri, sól og blíðu. Þá er spáð 23 stiga hita um landið vestanvert á morgun, fimmtudag. Útlit er fyrir að hitinn verði allt að 20 stig víða á landinu næstu daga og fram yfir helgi. Hægum vindi er spáð víðast hvar á landinu. Fyrir norðan og austan má búast við smá vætu á morgun og þá rignir á Austur- og Suðausturlandi á á laugardaginn. Að öðrum kosti er engin úrkoma í kortunum. „Eru norðlægar áttir ríkjandi næstu daga með lítilsháttar vætu A-til á landinu, en lengst af bjart með köflum annars staðar og frekar hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingum verðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Rétt er að minna á eldhættu sem vex með hverjum deginum sökum þurrka. Gróður og jarðvegur er nú orðinn afar þurr og því er mikilvægt að fólk fari varlega með opinn eld, eldunartæki utan dyra, hendi alls ekki logandi sígarettustubbum á jörðu og almennt gæti að þeirri hættu sem skapast við þessar aðstæður. Almannavarnanefnd hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, en hættan er þó talin mest í Skorradal í Borgarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira