Tekur tímabundið við Veitum

Guðrún Erla Jónsdóttir, formaður stjórnar Veitna, tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins eða þar til ráðið hefur verið í stöðuna. Á sama tíma stígur hún til hliðar sem stjórnarformaður og mun ekki taka þátt í störfum stjórnarinnar meðan hún gegnir starfi framkvæmdastjóra. Guðrún kemur ekki til með að sækja um stöðuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.

Inga Dóra Hrólfsdóttir, sem er að færa sig til í starfi innan samstæðunnar, lætur formlega af starfi framkvæmdastjóra Veitna í dag, 11. júní.

Sólrún Kristjánsdóttir, varaformaður stjórnar Veitna, mun stýra stjórnarstarfinu þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir