Ljósm. þa.

Leynistaðurinn í Sáinu í Ólafsvík

TheSecretspot eða Leynistaðurinn er matvagn sem staðsettur er á Sáinu í Ólafsvík. Eigendur hans eru þau Kolbrún Þóra Ólafsdóttir og Víðir Haraldsson. Matarvagninn keyptu þau síðasta sumar af vini Víðis sem vantaði að losna við hann. Ákváðu þau að slá til og prófa slíkan rekstur.

Þau voru með vagninn á Breiðabliki síðasta sumar og opnuðu fyrir stuttu í Ólafsvík og ætla að verða þar í sumar. Mun Kolbrún standa vaktina í sumar með dætrum sínum þeim Öldu Karen og Marelu Arín. Ætla þær mæðgur sem dæmi að bjóða upp á fiskisúpu, fisk og franskar og fisk í brauði sem líklega er ekki í boði á mörgum stöðum. Segir Kolbrún að sumarið hafi farið vel af stað og að þau séu bara nokkuð bjartsýn á sumarið, heimamenn hafi verið sérlega duglegir að koma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir