Frá störfum Hálendisvaktarinnar. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Samið um lengri Hálendisvakt í sumar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Með greiðslu viðbótarframlags úr ríkissjóði getur Hálendisvaktin hafist um miðjan júní en alla jafna hefst hún ekki fyrr en í byrjun júlí. Aðstæður á hálendinu bæði í ár og í fyrra kalla á þessa auknu viðveru. Hálendisvaktin er hluti af SafeTravel-verkefninu um öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Það er samvinnuverkefni Landsbjargar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Ferðamálaráðuneytið styrkir verkefnið árlega um 25 milljónir króna og SAF um 10 milljónir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir