Jónas Björgvin og María Júlía í FOK.

Verslunin FOK er nú flutt í Hyrnutorg

Gjafavöruverslunin FOK í Borgarnesi hefur nú fært sig um set. Eigendur hennar, þau María Júlía Jónsdóttir og Jónas Björgvin Ólafsson, leituðu þó ekki langt yfir skammt og hafa fært verslunina yfir Borgarbrautina og eru nú búin að koma sér fyrir í Hyrnutorgi þar sem Handavinnubúðin var síðast til húsa, gegnt Vínbúðinni. Verslunin var opnuð í lok síðasta árs að Borgarbraut 57. “Við erum fyrst og fremst að hugsa um viðskiptavini okkar. Með nýrri staðsetningu erum við að auka þjónustuna við þá og bæta aðgengi,” segir María Júlía aðspurð um flutninginn á nýjan stað. Verslunin var opnuð í Hyrnutorgi í gær. Opnunarhátíð verður svo í dag, lengri opnunartími og tilboð í gangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.