Á skurðstofu HVE þar sem Kristjana starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur.

Man ekki þann dag sem hún fór ekki glöð til vinnu

Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Af því tilefni stendur stjórn deildar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni fyrir því á afmælisárinu að birta greinar eftir hjúkrunarfræðinga í Skessuhorni. Greinarnar eru birtar jafnt og þétt yfir afmælisárið og í þeim fá lesendum innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskoranir sem hjúkrunarfræðingar fást við. Að þessu sinni kynnir sig til leiks Kristjana Kristjánsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur á Akranesi.

Kristjana byrjaði að vinna á lyflæknisdeild sjúkrahússins, fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur og síðan sem deildarstjóri til 1986. „Það var mjög skemmtileg en krefjandi vinna, að halda utan um og stýra sólarhringsdeild, þar sem oft vantar starfsfólk. Í þessu starfi er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér og læra að skilja á milli starfs og einkalífs. Maður kynnist fólki mjög náið, þar sem miklar tilfinningar koma fram við erfið veikindi og missi nákominna ættingja. Þar er líka gleði yfir að sjá fólk ná góðum bata, jafnvel af sjúkdómum sem maður hafði ekki trú á að myndu læknast. Miklar framfarir hafa orðið í lækningu ýmissa sjúkdóma síðan ég fór að starfa við hjúkrun og legutími styst,“ skrifar Kristjana.

Sjá grein hennar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir