Lögregla rannsakar innbrot í bílskúra á Akranesi

Brotist var inn í bílskúr við Reynigrund á Akranesi laugardaginn 18. maí. Lögreglu var tilkynnt um málið kl. 8:00 að morgni og talið að innbrotið hafi átt sér stað um nóttina. Mikið af verkfærum var stolið, s.s. sögum, borvélum og fleiri verkfærum. Fingraför fundust á vettvangi glæpsins. Daginn eftir, sunnudaginn 19. maí, var lögreglu tilkynnt um innbrot í bílskúr í Jörundarholti á Akranesi. Þaðan var stolið borvél, rafhlöðum og hleðslutæki. Bílskúrinn var ólæstur. Lögregla hvetur fólk til að hafa heimili sín og bílskúra læst. Bæði innbrotin eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi og lögregla hvetur fólk til að hafa samband ef það hefur orðið vart við óeðlilegar mannaferðir á Reynigrund og Jörundarholti á þeim tíma sem innbrotin eru talin hafa átt sér stað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir