Fengu að kynnast vælubílunum

Það var aldeilis gaman hjá leikskólabörnunum á meðfylgjandi mynd í morgun. Þá voru börn af Vallarseli í heimsókn á slökkvistöðinni við Kalmansvelli og fengu að skoða sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla, máta hjálma og fengu meira að segja setjast undir stýri og kveikja á sýrenum. Börnin hreinlega geisluðu af gleði og fannst þetta skemmtileg upplifun. Að sögn Sigurðar Þórs Elíssonar slökkviliðsmanns er þétt bókuð dagskrá flesta daga til mánaðamóta að taka á móti skólum á slökkvistöðina í kynningar af þessu tagi. Börnunum er meðal annars sýnt hvernig slökkva á eld í kari og fengu leikskólakennarar að spreyta sig á því.

Líkar þetta

Fleiri fréttir