Þór Þorsteinsson. Ljósm. ki.

Þór kjörinn forseti Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Nú rétt í þessu var að ljúka kjöri á næsta forseta Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en þingið SL fer fram á Egilsstöðum um helgina. Það sitja nokkur hundruð félagar í björgunarsveitum víðsvegar af landinu. Smári Sigurðsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs í félaginu og höfðu þrír boðið sig fram. Það voru Þór Þorsteinsson frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, fyrrverandi formaður björgunarsveitarinnar Oks í Borgarfirði og varaformaður Landsbjargar auk Guðjóns Guðmundssonar og Þorsteins Þorkelssonar. Þór var nú skömmu fyrir hádegi kjörinn næsti forseti SL.

Líkar þetta

Fleiri fréttir