Stytta skemmd

Lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar eignaspjöll sem unnin voru á listaverki í Grundarfirði í vikunni sem leið. Styttan Sýn eftir Steinunni Þórarinsdóttur, sem stendur rétt sunnan Grundarfjarðarkirkju, var skemmd. Mynda átti styttuna síðasta dag aprílmánaðar og þá blöstu skemmdirnar við. Búið var að brjóta granítplötu af stöpli og þá var eins og þungum hlut hefði verið kasta í þann hluta styttunnar sem gerður er úr stáli. Enginn er grunaður eins og er. Ekki er talið að þeir sömu hafi verið að verki og skemmdu Hnausavita og sagt er frá í annarri frétt hér í blaðinu. Málið er til rannsóknar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir