Anno Weihs við nokkur verka sinna á Kaffi Emil. Ljósm. ki.

Opnar myndlistarsýningu á Kaffi Emil

Á Kaffi Emil í Grundarfirði var opnuð listasýning á þriðjudaginn í síðustu viku. Listamaðurinn á bakvið verkin er Þjóðverjinn Anno Weihs og er þetta önnur sýningin sem hann setur upp á Kaffi Emil. Á sýningunni eru svokölluð Cyanotypes verk sem hann hefur unnið hér á Íslandi síðustu mánuði. Cyanotypes er ævagömul aðferð til að prenta myndir sem kallast bláprent og eru myndirnar allar einstakar. Verkin eru einnig mjög breytileg og þegar unnin eru Cyanotypes verk spilar pappírinn, efnin sem eru notuð, tíminn sem hvert verk fær og sólarljósið stóran þátt í því hvernig lokaútkoman verður. Verkin eru flest af því sem finnst í náttúrunni, sjávarfang, þörungar, fjaðrir eða annað í þeim dúr. Sýningin verður opin á Kaffi Emil út sumarið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir