Brynhildur Björg og Vilborg Guðný inni á Stekk, þar sem 2014 árgangurinn er til húsa á Vallarseli.

Leikskólinn Vallarsel fagnar fjörutíu árum

Mánudaginn 20. maí næstkomandi verður leikskólinn Vallarsel á Akranesi 40 ára. Deginum verður fagnað með skrúðgöngu, hátíðarhöldum og opnu húsi eftir hádegi þangað sem foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir frá klukkan 14.30. Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi, sá fyrsti sem var byggður sem slíkur. Síðan hefur í tvígang verið byggt við skólann. Nú eru 143 börn í sex deildum á Vallarseli og starfsmenn eru um fjörutíu talsins. Blaðamaður settist niður með þeim Brynhildi Björgu Jónsdóttur leikskólastjóra og Vilborgu Guðnýju Valgeirsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Rætt er um áherslur, hagsmunamál og væntanlegt afmæli.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir