Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanóleikari.

Lærir margt í gegnum tónlistina

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir er upprennandi píanisti frá Brekku í Norðurárdal. Hún hélt fyrir skömmu útskriftartónleika og jafnframt sína fyrstu einleikstónleika fyrir gesti sem er liður í aðdraganda útskriftar frá Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur stundað nám síðustu þrjú ár. Tónleikarnir voru þýðingamiklir fyrir Önnu Þórhildi. „Þetta eru fyrstu einleikstónleikar mínir og undirbúningurinn fyrir þá var ómetanlegur lærdómur. Efnisskráin fyrir þá krafðist mikillar undirbúningsvinnu en þetta voru meðal stærstu tónverka sem ég hef tekið fyrir. Þó svo að þetta sé stórt og mikilvægt verkefni þá er mikilvægt að muna að þetta er ekki „duga eða drepast“ augnablik,” segir Anna um undirbúninginn. Margt gekk vel í aðdraganda tónleikanna en Anna segir að sumt hefði gengið betur á æfingum, og að svoleiðis væri það bara. „Maður lærir svo mikið af þessum fyrstu tónleikum. Þetta er ótrúlegur spenningur. Svo hlakkar manni alltaf til framhaldsins til að gera enn betur og læra af því sem betur hefði mátt fara.“

Sjá nánar spjall við Önnu Þórhildi í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir