Þrjár efstu sveitirnar í boccia. Ljósm. Baldur Magnússon.

Íþróttastarf eldri borgara færist út með hækkandi sól

Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni stendur fyrir fjölbreyttu íþróttastarfi. Uppskeruhátíð og verðlaunaafhending fyrir keilu og boccia vetrarins fór fram í liðinni viku. Að sögn Þorvaldar Valgarðssonar formanns íþróttanefndar FEBAN breytast áherslur þegar vorar og fólk færir sig út á púttvellina en leggur boccia kúlunum og keilunum til haustsins. Innipúttaðstaða hefur frá áramótum verið í kjallara nýju Frístundamiðstöðvarinnar við Garðavöll. Boccia hefur verið spilað í salnum á Kirkjubraut 40 en keilan er í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Útipútt hófst svo síðastliðinn fimmtudag á Garðavelli og hvetur Þorvaldur alla sem áhuga hafa að mæta og taka þátt. Þorvaldur segir að í boccia hafi að jafnaði um fjörutíu þátttakendur verið hverju sinni en 56 eldri borgarar hafa mætt í vetur, misoft.

Helstu úrslit vetrarins eru þessi:

Boccia, einmenningur.

 1. Gunnar Guðjónsson.
 2. Baldur Magnússon.
 3. Guðrún Sigurðardóttir.

Boccia, tvímenningur:

 1. Stefán Lárus og Þorvaldur Valgarðsson.
 2. Brandur Fróði og Þórhallur Björnsson.
 3. Ásgeir Samúelsson og Böðvar Jóhannesson.

Boccia, sveitakeppni:

 1. Eiríkur, Hilmar og Stefán Lárus.
 2. Edda, Gunnar og Þórhallur.
 3. Auður, Sigurlaug og Björg.

Keilan í vetur:

 1. Ásgeir Samúelsson.
 2. Elí Halldórsson.
 3. Gunnar Guðjónsson.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir