Afhjúpun söguskiltis, Guðrún Nordal, Jóhanna Vigdís, Katrín, Birna og Dagný Sara. Ljósm. sm.

Gullni söguhringurinn í Dölum og Sturlufélag stofnað

Sunnudaginn 12. maí var formleg afhjúpun söguskiltis við Hjarðarholtsafleggjara, vestan Búðardals, en það er fyrsta skiltið af fjórum sem reist verða í Dölum í tengslum við hinn Gullna söguhring Dalanna. Verkefnið er unnið að frumkvæði Sturlunefndar og nær Gullni söguhringurinn frá Búðardal, út fyrir Klofning og að Saurbæ. Skiltin segja frá mikilsverðu fólki og tíðindum í héraðinu, allt frá landnámi til Sturlungaldar með tengingu í nútímann. Mjólkursamsalan kostar gerð skiltanna en þau voru unnin í samvinnu við Sturlunefnd og auglýsingstofuna Hvíta húsið. Myndirnar teiknaði Ingólfur Örn Björgvinsson myndskreytir og Vegagerðin sér um uppsetningu skiltanna.

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir