Séra Óskar Ingi Ingason framan við eitt af 20 fiskabúrum sem hann á. Ljósm. þa.

Áhugamál sóknarprestsins af ólíkum toga

Flestir eiga sér einhver áhugamál utan vinnunnar. Þeirra á meðal er séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli. Hann segir þó að ekki megi stjórnast af þeim og er hann að eigin sögn fyrst og síðast prestur. Hann á þó tvö mjög ólík áhugamál sem hann sinnir af natni þó ólík séu. Knattspyrnuáhugi og gullfiskaræktun. Óskar Ingi er mikill áhugamaður um knattspyrnu og fylgist með liði sínu Manchester United í Englandi í blíðu og stríðu. Fylgist ekki eingöngu með aðalliðinu, heldur einnig varaliðinu og unglingaliði félagsins. Heldur hann nákvæmt bókhald yfir ýmislegt sem tengist liðunum og er nafn hans þekkt í áhugamannaheiminum um unglingaboltann hjá United. Sem dæmi nefnir hann að þegar David Beckham kom inná í sínum fyrsta leik með aðalliði United hafði hann fylgst með honum frá 12 ára aldri í unglingaliðinu. Oft er vitnað í Óskar Inga sem einhvern sem helst á að fylgjast með af þeim sem þekkja til unglingaboltans hjá liðinu. Foreldrar ungra leikmanna hafa sent honum upplýsingar um hvað sé að gerast hjá strákunum og einnig þeir sjálfir, enda heldur hann vel utan um allar upplýsingar um liðið sitt.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir